Skip to Content

Vinland

Leifur Eiríksson er fyrstur til Vinlands, síðan Þorvaldur bróðir hans og Freydís systir þeirra í þriðju ferðina.  Fljótlega eftir árið 990 kemur Þórfinnur karlsefni út í Brattahlíð til Eiríks rauða og er þar kynntur sem kaupmaður sem kemur á Knörr sínum með góðan varning. 

Nú kynnir sagan þrjá skipaeigendur og þrjá pilota í næsta leiðangur til Vinlands og ætla menn að reyna fasta búsetu ; Þórfinnur karlsefni yfircapitan síns skips, hans pilot Snorri Þórbrandsson;  Bjarni Grímólfsson úr Breiðarfirði yfir sínu skipi, hans pilot Þórhallur Gamlason austfirzki;  Þórvarður mágur Eiríks yfir sínu skipi, hans pilot Þórvaldur Eiríksson". 

Fyrr í sögunni kemur fram að með bæði Þórfinni karlsefni og Bjarna Grímólfssyni voru 11 menn í áhöfn á hvoru skipi, samkvæmt þessu hafa þeir verið á tenæring en ég ætla að þriðja skipið sé langskipið sem Bjarni Herjólfsson seldi til Leifs heppna.  Þessi þrjú skip sigla nú inn á Grænlandshaf og suður til Vinlands og sigla inn í Hópið og til verða nýjar rústir manna Karlsefnis lengra inn í Hópinu.

  Hér hefst verslunarsaga gamla Grænlands formlega þegar Karlsefni sér og hittir fyrstu íbúa landins sem þeir kalla skrælingja, þeir sem hamfletta dýr,  sem höfðu alls konar grávöru og safala og alls konar skinnavöru og vildu vopn fyrir.  Þetta voru Cree, EEyou Istchee frumbyggjar Vinlands.  Vinland eða land Cree frumbyggjanna er álíka stórt og allt Þýskaland að flatarmáli.

  Snorri Þórbrandsson er fyrsti pilotin sem kemur til Vinlands með Leif Eirkíkssyni og fer þannig inn í siglingasögu gamla Grænlands og Íslands og svo með Þórfinni karlsefni í hans leiðangri.  Drupal vefsíða: Emstrur