Skip to Content

Villan

Samanburður á Sögu Eiríks rauða og Grænlendingasögu um atburðarásina sýnir villuna sem læðist inn í söguna, fyrir þörfina á að fá áhrifin af Kristinni trú, inn í söguþráðinn.  Aðalpersónurnar víkja fyrir sonunum þeim Bjarna Herjólfssyni og Leif Eiríkssyni. 

  Frá Eiríkssögu, 1.  A. " Sigldi Eiríkur í haf undan Snæfellsjökli.  Hann kom utan að jökli þeim, er heitir Bláserkur og þaðan suður fyrir landið."  Herjólfur er ekki nefndur á nafn og heldur ekki sonur hans Bjarni öll árin 4 sem Eiríkur eyðir í landakönnun. 

B.  Leifur Eiríksson er sagður fara frá Grænlandi á upphafsárum landnámsins á meðan Eiríkur kannaði lönd fyrir norðan Eiríksey og vesturóbyggðir sem þá voru  vestur af Eiríksey.  Leifur er sagður fara frá Grænlandi til Suðureyja, gamla yfirráðasvæðis Ketils Flatnefs við Skotland og fer þaðan til Noregs og er í kristniboðsstarfi með Ólafi Tryggvasyni Noregskonungi.Ólafur Noregskonungur felur Leif heppna að kristna Grænland.

  C.  Nú lætur Leifur heppni í haf frá Noregi og er lengi úti ok hitti á lönd þau, er hann vissi áður enga von til.  "Voru þar hveitiakrar sjálfsánir og vínviður vaxinn þar voru þau tré, er Mösur heita, og höfðu þeir af þessu öllu nokkur merki, sum tré svo mikil, að í hús voru lögð.  Leifur fann menn á skipsflaki ok flutti heim með sér.  Sýndi hann í því hina mestu stórmennsku og drengskap sem mörgu öðru, er hann kom Kristni á landið, ok var jafnan síðan kallaður Leifur hinn heppni.  Leifur tekur land í Eiríksfirði ok for heim síðan í Brattahlíð."

  Af þessum söguþræði hafa menn dregið upp siglingastefnu til Grænlands.  Frá Grænlendingasögu eða Eiríkssaga rauða og Grænlendinga þáttur kemur sama atburðarás.

  2.  A.  "Eiríkur sigldi undan Snæfellsjökli.  Hann fann landið,(Gunnbjarnareyjar/sker), og kom utan að því, þar sem hann kallaði Miðjökull.  Sá heitir nú Bláserkur."  Í þessari útgáfu er Herjólfur Bárðarson fyrst nefndur í landnáminu og þá í upptalingu með öðrum.  "  Þessir menn námu land á Grænlandi, er þá fóru út með Eiríki:  Herjólfur Herjólfsfjörð,- hann bjó á Herjólfsnesi.", o.s.f.

  B.  Herjólfur er nú kynntur til sögunnar sérstaklega, einn allra er námu landið og sonur hans Bjarni.  "  Brátt átti Bjarni skip í förum, ok hinn síðasta vetur, er hann var í Noregi, þá brá Herjólfur til Grænlandsferðar með Eiríki ok brá búi sínu." 

C.  "  Það sama sumar kom Bjarni skipi sínu á eyrar,(Knarrarós) er faðir hans hafði brott siglt um vorið".  "  Þá mælti Bjarni:  óviturleg mun þykja vor ferð, þar sem engin vor hefur komið í Grænlandshaf." 

Hér hefjast raunir Bjarna Herjólfssonar á siglingastefnu sóleyktarvestur til landsins sem þá var þekkt sem Gunnbjarnareyjar/sker.  Nafn Grænlands barst ekki til Íslands fyrr en með Eiríki rauða fjórum árum síðar.  Siglingaleiðbeiningar Bjarna geta ekki verið aðrar á þessu stigi en landið, " sigla að Miðjökli/Bláserk", eins og Eiríkur rauði og Herjólfur.  Bjarni er á ferðinni nokkrum mánuðum á eftir föður sínum og Eiríki rauða árið 985 eða 986.

  Finnur Magnússon segir frá því í Grönlands Historiske Mindesmærker að handritin gömlu hafi flest verið illa á sig kominn, fúinn og blekið á skinninu uppleyst og ólæsilegt, fleiri en eitt handrit hafi verið til að sama efninu, í sum handrit vantaði síður eða þær úldnar í sundur og þeir því raðað efninu saman úr ýmsum áttum.  Meira er lagt upp úr að segja söguna gróflega en að raða henni saman í tímaröð, þetta framkallar villu í atburðarásina og hún verður röng.   Drupal vefsíða: Emstrur