Skip to Content

Vestribyggð

Vestribyggð danska Grænlands er þar sem nú er höfuðborgin Nuuk sem þýðir nes á máli innfæddra.  Þar eru engar rústir sem minna á veru Íslendinga á svæðinu en þær rústir sem þar tengast Íslendingum eru fyrir botni fjarða.  Það var venja innfæddra að setjast að á nesum og er svo upp og niður vesturstöndina.  Það verður í Nuuk sem Hans Egede kallaði Gádhaab og fjörðinn Godthaabfjörð sem danska landnámið hefst 1721 og er sú saga vel skráð í Danmörku. 

 Ekkert af íslensku örnefnunum hef ég fengið til að ganga upp á forsendum gömlu handritanna nema nafnið Garðanes, (Nuuk) í Miðfjörðum,( Godthábfjörður) en rústin er þar sem í dag er gamla sjúkrahúsið í Nuuk, Sana, þar í fjörunni var gömul verstöð fyrir hvalveiðar.Drupal vefsíða: Emstrur