Skip to Content

Verslun

  Þessi mynd er af gulli frá gamla Grænlandi eða réttara sagt fools gold, kemur fyrir í sögunum bæði sem gullsandur og gullmolar og er í umferð fram til 1573, þegar hið rétta kemur í ljós.  Þá hafði Frobisher flutt út til Englands 1500 tonn af gulli frá gamla Grænlandi en ekki er allt gull sem glóir í verslunarsögu gamla Grænlands.  Útflutningstekjur landnemanna kom frá dýrum, bæði í sjó og á landi.  Norðursetur var þeirra gjöfulast.  Þetta er fleirtöluorð yfir staði fyrir botni Eiríksfjarðar allt í kring um Snæfell eða Snjófell sem í dag er örnefni á Devon Island.  En eru rústir eða tóftir  þessara verbúða þar og á Ellesmere Island, hátt í 11 að tölu.  Vertíðin hófst í júní og stóð út ágúst þegar allt fraus saman.  Þarna norðurfrá voru náhvalir í þúsunda tali og rostungar úti um allt.  Tennur náhvala og rostunga voru margfalt virði gulls þegar búið var að mala þetta niður í duft og selja sem væri þetta af Einhyrningum, dularfullt dýr sem sögur segja að hafi veiðst í Smámeyjalandi. Á landi veiddust refir, úlfar, moskusuxar, hreindýr og hvítabirnir og fengust af þessum dýrum mjög verðmæt skinn.  Þarna veiddust snæhérar, snæuglur og fálkar.  Úr fitu dýranna kom bæði olía og tjara sem borinn var á botn skipa.   Mjög gott reipi var unnið úr rostungahúðum og selskinnum. 

Einhyrningar koma víða fyrir í skjaldamerkjum í Evrópu nútímans.  Á þessu dýri var forn átrúnaður sem eingöngu hreinar meyjar gátu umgengist.  Apotekarar frá fornu fari gerðu allt til að komast yfir tennur frá Einhyrningum og selja til lækninga.  Þannig varð ein 5 kílóa tönn jafnvirði 15 kílóa af gulli.  Ég ætla að Smámeyjaland hafi verið í gamla Grænlandi og þaðan komu allar tennurnar.

Þetta er Pyrat eða fools gold.  Þar fyrir neðan er gömul mynd af Einhyrningi í umsjá hreinnar meyjar í Smámeyjalandi.  Dularfullt land í gamla Grænlandi.

        Drupal vefsíða: Emstrur