Skip to Content

Rannsóknarsagan

Þessi rannsóknarsaga nær yfir tímabilið 985 til 1550 og er það saga íslenska Grænlands og samband Íslands við Noreg í Kaþólskri trú. Eftir það hefst þáttur danska konungsríkisins í málefnum Íslands og Grænlands sem nær fram til 1944 þegar Ísland fær sjálfstæði frá danska ríkinu.

  Þá hefði verið eðlilegt að gamla Grænland færi undir yfirráð Íslands samkvæmt gamalli hefð og sannarlegum eignarrétti, skráðum í klaustrum á Íslandi.  Danir koma til Íslands á þeim forsendum að landið væri skattland Noregs.  Sá skattur var eingöngu kirkjutíund í Kaþólskum sið.  Annar skattur var innflutningstollar af vörum frá Íslandi á verði sem Noregskonungur ákvað upp á sitt einsdæmi.  Örlögin höguðu því þannig  til að norska og danska  konungsríkið var sameinað með hjónabandi og fylgdi Ísland með sem skattland Noregs. 

Greinilegt er af sögunni að Íslendingar gátu illa sætt sig við þessa tilhögun, að horfa upp á danska hirðmenn konungs ráðast inn í Veiðeyjarklaustur og misþyrma þar munkunum um leið og þeim var fleygt út úr húsum.  Þetta endurtók sig í Helgafellsklaustri og segir sagan að Danir hafi tekið bækur klaustursins og brennt fyrir utan hús og af varð mikið bál.  Allt sem Kaþólskt var er eyðilagt og þar með máð út saga og eignaréttur Íslendinga á nýlendum sýnum í gamla Grænlandi en klaustrin tvö áttu annarsvegar 116 jarðir í landnámi Ingólfs og um 160 jarðir á Snæfellssnesi sem margar áttu leynileg hlunnindaítök í gamla Grænlandi í gegnum erfðir, áheit og gjafir.Drupal vefsíða: Emstrur