Skip to Content

Rétt stefna 1550

Siglingastefnur til Grænlands.

Í safni Árna Magnússonar er varðveitt í afriti siglingastefna til Grænlands sem fyrsti biskupinn eftir siðaskipti, Gissur Einarsson, hafði skrifað upp eftir forverum sínum í Skálaholti á tímabilinu 1541 til 1548, Samling Fol 266.

"  þetta er réttur kos til Grænlands sem vorir for(v)erarar í sínum bókum hafa uppskrifað:  In primis frá Staðzmúla rétt (full)komið vestr, og svo fær(ferr) þú rétt upp á Vatznes á Grænlandi, og þar er straumur minnstur og þar er hann frí fyrir öllum svelg og hvalgrindum, því þeir eru upp á norðursíðu: þá skal hann hafa tvo parta hafs til Ýrlands og hinn þriðja part til Íslands...Ef það er svo að veðrið er klárt og góð sjávarsýn, kosinn rétt í vestur, svo sér Snæfellsjökul í norðaust frá Íslandi og Hvítserk á Grænlandi í "norvest". "

Biskupsstóllinn Skálaholt átti skip í ferðum til Grænlands í nokkur hundruð ár og var í sambandi og hafði upplýsingar um samband Íslands við Grænland frá 986 og allt til 1550 í gegnum samband sitt við Erkibiskupsdæmið Niðarós í Bergen, Noregi og Bisksupsstólinn að Görðum í Grænlandi.

Þessar siglingaleiðbeiningar eru vægast sagt torræðnar að fara eftir, þetta er nánast eins og gáta, en þó.  Skipið í þessu tilfelli er að fara frá Íslandi í vestur til Grænlands með Snæfellsnesjökul í skut, síðan kemur þetta með tvo parta hafs til Írlands og hinn þriðja part til Íslands.  Í sóleyktarkerfi eru tveir partar hafs í þessu tilfelli landnorður en að blanda Írlandi inn í þessar leiðbeiningar vekur furðu í fyrstu en svo kemur staðsetning skips þegar sagt er, " svo sér Snæfellsjökul í norðaustur frá Íslandi,(landnorður í eyktarkerfi) og Hvítserk á Grænlandi í "norvest".  Hér er norvest útnorður í sóleyktarkerfi og samkvæmt þessu er skipið nú statt við suðurodda danska Grænlands og á eftir að sigla í útnorður þangað til Hvítserkur sést í stafni.   Sigling í útnorður gefur svelg og hvalgrindur upp á norðursíðu, (á stefni skips stjórnborðsmeginn)-(hægri hlið).  Þegar siglt er frá Snæfellsjökli í vestur þá blasir við Bláserkur í stafni samvkæmt Eiríksstefnu til Grænlands.

Þetta eru þrír partar hafs frá Írlandi til Íslands og áfram til Grænlands.

1.  Frá Írlandi að Reykjanesi á Íslandi eru  1.250 km.  Siglingastefna útnorður.

2.  Frá Íslandi að suðurodda Herjólfsnes í danska Grænlandi eru 1.235 km.  Siglingastefna útsuður.

3.  Frá suðurodda Herjólfsnes að Hvítserk á íslenska Grænlandi eru 1.230 km.  Siglingastefna útnorður.

Þegar siglt er frá íslenska Grænlandi, Eiríksey,  er siglt í landsuður að Hvarfi að suðurodda Herjólfsnes og síðan er siglt til Íslands á siglingastefnu landnorður að Snæfellsnesjökli eða Reykjanesi og þaðan er siglt í landsuður til Írlands, í allt þrír partar hafs.     Drupal vefsíða: Emstrur