Skip to Content

Normannar

Föstudagurinn, 13 Október, 1307 verður örlagaríkur fyrir munka og munkareglur sem höfðu þann tilgang að útbreiða og vernda kristni í Evrópu.  Þá fyrirskipar Konungur Frakklands, Filiphus IV handtöku allra yfirmanna reglunnar Knights Templar í Frakklandi.  Það er að þessu smá aðdragandi eftir að krossfeðir hætta til Jerúsalem og mjög margir reglubræður missa tengsslin við tilgang reglunnar og heit reglubræðra.

  Kaupmenn í Feneyjum höfðu kvartað undan reglunni og ítök í siglingum og verslun á Miðjarðarhafi, einnig höfðu reglubræður af St. Benediktsreglunni kvartað undan samkeppni við reglubræður einkum að því sem snéri að jarðaförum, áheitum og gjöfum en Templarareglan náði nánast öllum á sitt band að þessu leiti í Frakklandi, Spáni og Englandi.  Páfinn afturkallar öll forréttindi reglunnar og bannar rekstur hennar við árið 1314.

  Í millitíðinni bauð Páfinn reglubræðrum fyrirgefningu syndanna og upprisu æru ef þeir gæfu sig fram við kirkjuna.  Þeir sem það gerðu gengust undir einfalt próf, þeir voru settir í poka bundnir á höndum og fótum og hent í vatn.  Þeir sem flutu voru syndugir og teknir af lífi, þeir sem sukku fengu fulla fyrirgefningu syndanna.  Þetta fréttist út á milli reglubræðra sem flýðu hver sem betur gat, margir fóru til Spánar og Portugals, en margir til Englands sem var undir stjórn Normanna Frakka, ættmenni Göngu Hrólfs og manna hans.

  Páfinn krafðist framsals reglubræðra frá Englandi og Spáni en ráðandi öfl í löndunum taldi sig í of mikilli skuld við regluna að fátt varð um framkvæmdir.  Eitt af því sem er einna dularfyllst, er hvað varð um skip reglunnar, þau gjörsamlega gufuðu upp af yfirborði jarðar eins og Grænlendingar síðar.  Samtök Normanna og reglubræðra voru sterk og teygðu sig víða bæði til Bristol og Orkneyja en ráðandi öfl þar höfðu bæði samband við Ísland, Grænland og Normandy. 

Þeir sem ganga í trúarreglur og leynireglur þurfa allir að sanna átrúnað sinn á Gyðjuna Þögn.  Það gat þýtt líf eða dauða fyrir reglubræður og trúarreglur almennt. 

  Þegar konugur Englands fór að þjarma að reglubræðrum þá opnaðist Scotland, Katanes og Orkneyjar en sú ættin sem öllu réði þar kom frá ,Saint-Clair-sur-Epte í Normandy og er til sérkennileg saga eða útgáfa að ævintýri Leifs Heppna þarna úti í Orkneyjum sem er eignuð Jarlinum af Orkneyjum og leiðangri hans til gamla Grænlands.Drupal vefsíða: Emstrur