Skip to Content

Noregur

Þegar Eiríkur rauði kemur aftur til Íslands að afloknu 4 ára útlagatímabili þá hefst formlega verslunarsaga gamla Grænlands.  Svo vel tekst Eiríki rauða upp í að segja frá hlunnindum gamla Grænlands að hann safnar saman flota upp á 25 til 35 skipa sem fara frá Íslandi.  Þessi skip geta ekki komið frá öðrum en þeim er frá er sagt í Landnámu og Íslendingabók, sum komust út, sum sneru aftur en sum fórust.  Eins og segir í skiptingunni þá settust flestir að í Eystribyggð, Herjólfsnesi og Eiríksey og hófu þaðan sóknina í hlunnindi gamla Grænlands, yfir í Vestribyggð þá ónumið land, Helluland, Markland og Vinland.  Norðursetur er nefnt sérstaklega sem verstöð sela, hvala, ísbjarna, refa, úlfa, snæuglur og fálkar, allt dýrmætar lúksusvörur í Evrópu en það þurfti fólk til að afla björg í bú og sumarið var stutt til þess með sína duttlungafullu veðráttu, hafís og þokur.  Afurðirnar þurftu að komast á markaði í Evrópu yfir hafsvæði sem var og er það hættulegasta á Norður Atlandshafi og til þess þurfti góð skip með áhöfn sem þoldi volk og stórviðri. 

Kaupmenn og kaupskip koma víða við í flestum sögum sem varðveittar eru í fornritunum frá Grænlandi, úlfúð og árekstrar á milli manna, slys og óhöpp, sjúkdómar og dauði.  Viðskiptaleiðinn virðist vera frá Grænlandi til Íslands og þaðan yfir á Noreg.  Úti í Noregi fá menn að vita að vörurnar séu frá Íslandi og það vekur athygli yfir til Svíþjóðar, Danmerkur og Þýskalands, eftirspurn úr öllum áttum.  Til baka til Íslands fara ný skip af öllum stærðum og tegundum, járn og kornvara og allt áframsent til gamla Grænlands, nýlendu Íslendiga í vesturheimi.  Íslendingar þögðu þunnu hljóði um uppruna vörunnar.  Noregskonungi ofbauð hagnaður og gróði Íslendinga  af vörusölu í Noregi og setur upp þrönga kosti um einkasölu allra vara til Noregskonungs.  Áhrif Kaþólsku kirkjunnar magnast upp sem vildi tíund af öllum seldum vörum.  Stjórnmál Evrópu fara nú að hafa víðtæk áhrif á verslunina frá Grænlandi. 

Sterkasti sérleyfishafinn í vöru og þjónustu voru Hansaborgirnar í Norður Þýskalandi með einokun á framboði og sölu á skinnavöru og náði þessi einokun yfir til London í Englandi.  Áhrif kirkjunnar stigmagnast til góðs og ills.  Árið 1261 verður áhrifaríkt þegar Íslendigar gefa sig á vald Kóngi og Kirkju Noregs því skipulag Kaþólsku Kirkjunnar setur Ísland og Grænland undir Niðarós en Niðarós undir Bremen í Þýskalandi.  Þetta verður þýska viðskiptablokkin.  Íslendingar áttu vini og vandamenn víðar en í Noregi og langa hefð í sambandi við Írland, England og Skotland, bæði sem víkingar og kaupmenn, þekktu þetta viðskiptasvæði út og inn.  Það voru skattar, tollar og aðrar skyldur víðar en í Noregi.  Íslendingar sáu leið út úr því og stofna klaustur á Íslandi og Grænlandi sem verða sjálfstæð og heyra beint undir Páfan í Róm.  Nú hefst nýtt viðskiptafrelsi og ný viðskiptatækifæri á Írlandi, Englandi og yfir til Normandy í Norður Frakklandi og bein samkeppni hefst við þýsku viðskiptablokkina í London.

  Á undarlegum forsendum setur Noregskonungur viðskiptabann á Íslendinga og bannar þeim viðskipti við nýlendu sína gamla Grænland.  Þetta gerist 1348.  Ekki stoppaði þetta Íslendinganýlenduna í Grænlandi sem hófu beinar siglingar á Írland og England, samband sem stofnað var til í gegnum blóðbönd og frændsemi við Normandy en Normannar höfðu áður lagt undir sig England árið 1066.  Það opnaði beint viðskiptasamband við Norður Frakkland.  Þetta má rekja í gegn um sölu á náhvalstönnum með öllum sínum töfrum og hjátrú sem var landlæg um alla Evrópu.  Mesta viðskiptaslysið kemur þó með hreindýraskinnum frá Marklandi haustið 1348, þekkt plága á meðal frumbyggja Marklands, Vinlands og Hellulands.  Bakterían Bacillus anthracis.   Drupal vefsíða: Emstrur