Skip to Content

Leifsbúðir/ Base camp of Leif Eiriksson

Under construction to English.

Frægasta bækistöð íslensku landnemanna er vafalaust Leifsbúðir í Vinlandi.  Þar gerði Leifur búðir við vatn sem þeir kölluðu Hóp og rann á úr vatninu sem þeir sigldu eða réru inn í.  Þar var útfiri mikið að fjöru sjávar,(munur á flóði og fjöru).  Þessar búðir hefur Leifur reist eftir að hann kaupir skipið af Bjarna Herjólfssyni vorið 987 og gistir  allan veturinn í búðum sínum.  Þarna verður til hin fleyga setning," Sól hafði þar eyktarstaða og dagmálastað um skammdegi."  Þegar að Þorfinnur karlsefni falaðist eftir búðunum fyrir bækistöð sína og bústað þá verður til önnur fleyg stetning þegar Leifur svarar,: " hann kvaðst ljá mundu húsin, en gefa eigi."  Þetta gæti hafa verið um árið 990.  Þessi mynd er af Thule rúst við Hópið.  Nú vill svo vel til að Leifur Eiríksson og menn hans reistu stóra vörðu þarna í Hópi sem enn stendur á lítilli eyju við suðurhluta vatnsins og heitir hún í dag, Vörðueyja og er þetta syðsta varðan sem ég hef fundið í  Grænlandshafi og Vinlandi.  Það ætlar að verða lán Íslands og íslenskra fornrita að bæði búðir Leifs og Þorfinns karlsefni eru ennþá þarna í Hópi, friðaðar og komnar á þarlenda þjóðminjaskrá og allt svæðið þjóðgarður.  Það er hér sem verslunarsaga gamla Grænlands hefst samkvæmt fornritunum og við fáum nafn á innfædda, skrælingjar.  Ég tel nafnið tilkomið fyrir þá iðju innfæddra að hamfletta,(skræla), dýrin sem þeir veiddu og henda burt kjötinu en borða ekki, því þessir skrælingjar kölluðu, Inuita fyrir norðan Hóp,  eskimóa, sem á Cree máli þýðir þeir sem borða hrátt kjöt.  Skrælingjarnir buðu til viðskipta alls konar grávöru og sjafala og alls konar skinnavöru og vildu fá vopn fyrir, hnífa, sverð, spjót og axir.  Þessir skrælingjar voru Cree, EEyou Istchee frumbyggjar Vinlands.  Ég tel nafnið Vinland tilkomið vegna hins mikla vatnselgs sem allar ár á svæðinu fleyta fram til sjávar í Agnafjörð syðst í Grænlandshafi. 

Dýramergur, dreyra blandinn.

Það er hér á þessum slóðum sem Þorfinnur karlsefni og hans menn komu fram á 5 skrælingja í skinnahjúpum, sofnaða nær sjó.  "Þeir höfðu með sér stokka og í dýramerg, dreyra blandinn."  Hér varðveita fornrit Íslands eina elstu og frægustu mataruppskrift gamla Grænlands.  Avataq Cultural Institute, þjóðminjastofnunin á svæðinu Nunavik, sendi mér rannsóknarskýrslu fornminja á svæðinu í kring um Hóp, þessi skýrsla er í tengslum við þjóðgarðsmálið.  Þessi mynd er af Hópi.  Leifsbúðir við ferning merkt, E.  Eyjan er Vörðueyja.  Ferningur merkt, D er landnámsrúst Karlsefnis.  Ferningur merktur A, er innsiglingin í Hópið.  Furðustrandir þar fyrir vestan.  Ferningur merktur C, tel ég vera Sandnes í Lýsufirði.  Þar var kirkja.  Þá höfðu fornleifafræðingar farið um svæðið og skoðað og rannsakað fornar minjar sem allar eru friðaðar.  Þar stendur þetta um 49 staði eða svæði sem þeir rannsökuðu niður við sjó.  "  Also found were some tools associateted with traditional CREE activities such as the pounding of bone to extract marrow and grease."  Dýramergur, dreyrablandinn.   Þennan þjóðarrétt kalla Cree íbúarnir, "  Pemmican."  Hann er unnin úr dýrabeinum sem eru hituð við eld og brotin upp og úr skafið, dýramergurinn, fita og protein og í þetta er blandað berjum af öllum tegundum, dreyra blandinn, en berin eru Cranberries, Saskatoon berries, Cherries, Currants, Chokeberries, Blueberries.  Hér læðist að mér sá grunur að Vinland sé Vínland en þá þarf þjóðarrétturinn að gerjast í berjasaftinu,  dreyrablandinu.  Þessi réttur hefur mjög langt geymsluþol, fleiri mánuði og þannig notaður veturinn yfir, væntanlega ríkur af C. vítamíni.  Þessi mynd er frá innsiglingunni inn í Hóp, Furðustrandir þar fyrir framan.Drupal vefsíða: Emstrur