Skip to Content

Kristni

Það hefur löngum verið sagt um Íslendinga að þeir væru blendnir í trúnni bæði í kaþólskri trú og eftir siðaskiptinn.  Hinir heiðnu töluðu um Kristna trú sem trúarbrögð og mörgum þótti hún tormeltanleg einkum þegar kom að hegningunni við brot á siðvenjum þeirra kristnu.  Glóandi tangir voru notaðar við að afvenja hina heiðnu frá mörgum fornum siðum.  Að drekkja konum í pokum fyrir léttvægar syndir var lítið betra en fornar aftökur þegar ungum meyjum var fórnað til að fá betri afkomu og uppskeru í heiðni.  Rúnaristur, hið forna tjáningaform á tré og steina var bannað sem galdrar.  Hið forna skemmtanaform vísnarímur var bannað.  Árekstrar komu upp á milli stjórnsýslu hins forna Goðakerfis við, "rödd Guðs", og stjórnsýslu hans á jörðinni sem prestar kirkjunnar voru fulltrúar fyrir.  Það vafðist fyrir mörgum dauðinn sjálfur og líf eftir dauðann, í staðinn fyrir afturgöngur fengu menn upprisuna og eilíft líf, í staðinn fyrir vist í Valhöll fengu menn vist í Himnaríki en það gat verið snúið að komast þangað fyrir hina syndugu.  Hinir fátæku og saklausu trúðu því að sálinn færi í fugla og þannig til himna og að óteljandi stjörnur á himnum væru fornar sálir.  Hinir valdamiklu og ríku komust í vanda við að taka með sér farareyri í Valhöll, himnaríki hinna heiðnu, til að geta montast yfir velgengi á jörðu niðri en vest af öllu var að beisla sálir framliðna og koma í veg fyrir flakk þeirra á milli þeirra lifandi.  Til verður bænahúsið með sinn Edengarð þar sem hinir látnu fengu vist í vígðri mold, staður sem hélt saklausum sálum inni en illum öndum fyrir utan.  Íslendingar voru óvelkomnir úti á Englandi sem heiðnir en var boðið að primasignast, (hálfskírn) til að fá tækifæri til verkefna sem landvarnarmenn og til að eiga möguleika til viðskipta við landið.  Þetta kemur fram í hinni fornu Egilssögu.  Ég ætla að Kristinni trú hafi tekist best upp við að sannfæra hina ríku um frið á jörðu og himnum með stofnun klaustranna.  Klaustrin urðu eins og eins konar banki þeirra ríku í ferðalaginu til himnaríkis.  Staður sem þeir gætu heimsótt að himnum ofan og fylgst með auðævum sínum á jörðinni.  Fornar sögur frá gamla Grænlandi hefjast við ártalið 986 og eru að gerast fram til ársins 1112.  Biskupar koma og fara eða deyja á staðnum, skip kirkjunnar koma og farast í skýrslum og skrám biskupsstólsins.  Allt er eðlilegt þangað til Grænlendingar segja sig frá kristinni Trú og neita að borga tíund til Kirkjunnar við ártalið 1347 árin þarna á undan banna kirkjulög Íslendingum/Grænlendingum að giftast Inuita konum og er svo að sjá að klofningur komi upp á milli Eystribyggðar og Vestribyggðar, til átaka kemur og eru skrælingjar sagðir bora göt á norsk skip undir sjólínu og eru  sagðir flytjast til Vestribyggðar.  Fyrstu sannarlegu tengsl á milli gamla Grænlands og Pávastólsins í Róm eru við ártalið 1025 þar sem segir að gamla Grænland heyri undir Hamborg/Bremen og er frá Jóhannes Pávi 19.  Síðasta Pávabréfið um málefni gamla Grænlands er frá árinu 1449 um endurreisn kristni í gamla Grænlandi.  43 árum síðar sendir Pávinn í Róm leiðangur til að gera einmitt það árið 1492, endurnýja Kristni í landinu í vestur frá Evrópu og Íslandi.  Drupal vefsíða: Emstrur