Skip to Content

Klaustrin

Saga klaustranna á Grænlandi og Íslandi er að mestu ósögð ennþá, er nokkuð sérstök eins og reyndar kristniboðið allt.  Athyglisvert er að sjá eignasafn klaustranna allra og sérstaklega þeirra er tengdust Grænlandi.  Allt hefst þetta með dauða Krists og útbreiðslu kærleikskenningarinnar um heiminn.  Postular Krists skipta með sér verkum við útbreiðslu fagnaðarerindisins og um þá safnast fjöldi einstaklinga sem í hlutverki munka og nunna heldur verkefninu áfram í umboði Jesum Krists.  Pétur postuli fær Evrópu með aðsetri í Róm sem verður aðal bækistöð Kaþólsku Kirkjunnar í heiminum.  Sá sem sagður er tvíburabróðir Jesús, sjálfur Júdas, fær úthlutað landsvæði austur frá Jerúsalem og yfir til Íran, Indlands og Asíu.  Hann fær viðurnefnið Heilagur Tómas, eða St. Tómas við píslarvættisdauða sinn í Indlandi.  Hvernig klaustrið í Grænlandi fær kennt sig við St. Tómas verður nú ráðgáta.  Elsta klaustrið á Íslandi er Þingeyrarklaustur stofnað árið 1112.  Það er formlega sett árið 1133 og var af Reglu St. Benedikts.  Þegar að klaustrið var lagt af við siðaskipti átti það 65 jarðir með öllum sínum hlunnindum á milli fjalls og fjöru.  Árið 1172 er Helgafellsklaustur stofnað úti í hinni fögru Flatey á Breiðafirði en flutt að Helgafelli árið 1184.  Það mun vera í Helgafellsklaustri sem fyrsta útgáfan af Sögu Grænlands er skráð á selskinnsbækur ásamt fleiri frægum fornritum.  Þegar klaustrið var lagt af átti það á annað hundrað jarðir, (160) á Snæfellsnesi, við Breiðafjörð og á Hornströndum.  Klaustrið var af Reglu St. Ágústínusar.  Klaustrið var auðugasta hlunnindaklaustur Íslands.  Viðeyjarklaustur við Reykjavík er stofnað árið 1225, það starfaði samkvæmt Reglu St. Ágústínusar til 1344, samkvæmt Reglu St. Benedikts næstu 8 árin eða til 1352 en sveiflast þá aftur yfir á Reglu St. Ágústínusar.  Þegar klaustrið var aflagt við siðaskipti átti það 116 bestu hlunnindajarðir á Reykjanesi.  Konungur Dana sló eign sinni á allar þessar jarðir við siðaskipti 1550.  Helstu hlunnindi klaustranna var útgerð og fiskveiðar og afurðirnar skreið, lýsi og fleira.  Þessi klaustur koma við sögu Grænlands og voru að fullu sjálfstæð, eða, " autonomus", og heyrðu þannig beint undir Páfan í Róm, aðrar kirkjur og kirkjujarðir heyrðu undir biskupsstólinn að Hólum fyrir norðan og biskupsstólinn Skálaholt fyrir sunnan sem svo heyrðu undir Erkibiskupsumdæmið að Niðarósi í Noregi, þá höfuðborg Noregs og aðsetur konungs.  Þegar Normannar taka England árið 1066 þá opnast markaðir fyrir klaustrin á Íslandi og Grænlandi og vörur sem þau höfðu að bjóða inn á Írland, England og norður Frakkland en þangað voru gömul blóðbönd og frændsemi við Faxaflóa og Breiðafjörð uppi á Íslandi.  Kaþólska kirkjan fram að Siðaskiptum er í raun samansafn margra trúarreglna, borgríki, klaustur, kirkjur og Riddarareglur á Ítalíu, Frakklandi, Þýskalandi, Englandi, Írlandi, Norðurlöndum og norður Spáni að yfirráðasvæði Mára. Írland er eitt elsta trúarsvæði kaþólskra og varð eins konar Arcadia fyrir Rómverska liðhlaupa sem tekið höfðu kristna trú.  Þessar trúarreglur allar hvetja síðan hina trúuðu til að sækja heim fæðingarstað frelsarans í Jerúsalem til að fjármagna rekstur sinn.  Þessa leiðangra þurfti að fjármagna, huga að öryggi þeirra trúuðu og vernda fæðingarstað frelsarans fyrir hinum  ágengu og illvígu Múslimum.  Þetta verða hinar frægu krossferðir til Landsins helga.  Til að flytja og vernda hina trúuðu fyrir ræningjum og illmennum verður sérstakt verkefni fyrir þrjár trúarrelgur sem allar starfa samkvæmt sérstöku páfabréfi um fullt sjálfstæði frá kóngi og kirkju, þurftu ekki að borga tolla og skatta.  Sú elsta er " Knight Hospitaller", með höfuðstöðvar í Jerúsalem, stofnuð árið 1119 og er tilgangurinn að líkna og hjúkra hinum trúuðu á leiðinni og á staðnum.  Næst elsta reglan er, " Knight Templar", með höfuðstöðvar í musteri Salómons í Jerúsalem, helsti tilgangur reglunnar er flutningur, vernd, birgðaöflun og bankastarfsemi.  Þriðja elsta reglan er , " Teutonic Knights", eða þýska reglan sem er stofnuð árið 1190 og er en starfandi ásamt Knight Hospitallers í mjög nánu sambandi við Vatíkanið og Páfan í Róm árið 2012.  Tilgangur reglunnar var að veita hinum trúuðu vernd.   Það verður fjórða trúarreglan sem kemur við sögu Grænlands og Íslands sem bar heiti reglunnar úti í Grænlandi , klaustrið St. Thómas í Eystribyggð á Herjólfsnesi.  Nafn reglunnar var, " Hospitallers of St. Tomas of Canterbury at Acre", eða" Knights of St. Thómas."   Reglan er stofnuð um 1191.  Höfuðstöðvar reglunnar voru í London en bækistöðvar í Acre og Nicosiu.  Verndari reglunnar og trúartákn var heilagur, St. Thomas Becket, fæddur í London um 1118 en var drepinn 1170 í Canterbury Kirkjunni.  Foreldrar Thomasar Becket voru frá Caen í Normandy sem gerir hann að Normanna Frakka.  Sérstakur átrúnaður verður til í Englandi, Íslandi og Grænlandi þegar Páfinn Alexander III gerir hann að dýrlingi Kaþólsku kirkjunnar.  Reglan var stofnuð í þeim sérstaka tilgangi að safna saman líkum frá Riddurum hinna Reglanna, syngja yfir þeim sálma og jarða í vígðri mold.  Annan tilgang höfðu þeir einnig en hann var að safna saman fjármunum til að kaupa lausa Riddara frá hinum trúarregunum sem teknir voru til fanga af múslimum í Landinu helga.  Reglan kemst í fjárhagsvandræði stuttu fyrir 1307 og er í samningaviðræðum við regluna ,"Knight Templar", um sameiningu þessara tveggja Trúfélaga, þegar Filipus fríði og Páfinn  gera atlögu að reglu Musterisriddara, handtaka yfirmenn reglunnar og brenna á báli, gefa út handtökuskipun á alla Riddara reglunnar og dæma þá síðan alla til dauða hvar sem til þeirra næst.  Við þetta verður til stór hópur af flóttamönnum, Arcadians, sem margir komu frá Normandy en flýja nú í fornan farveg, annars vegar til Orkneyja og hins vegar yfir til Baskalands og Portugal.  Þegar konungur Englands leysir regluna upp árið 1538 þá kaupa sterkustu kaupmannasamtök Englands, " The Worshipful Merceres Company of London", húseignir og skuldir reglunnar í London.  Þessi fornu samtök enskra kaupmanna eru stofnuð upp úr 1066 af Normanna kaupmönnum og verða helsta mótvægið við hin sterku öfl þýskra kaupmanna sem kennd eru við Hansakaupmenn í norður Þýskalandi.  Mikið viðskiptahrun verður þegar konugur Englands bannar allan rekstur Kaþólskra klaustra á Englandi við siðaskipti 1550 og tekur Grænland með sér í fallinu.  " The City of London", er "The Worshipful Merceres Company of London", en þann dag í dag, eitt sterkasta fjármálaveldi heims, ríki í Enska ríkinu.  Normannar koma sér upp öðru viðskiptakerfi, " The Merchant Venturers of Bristol".  Þessi kaupmannasamtök voru í fornu viðskiptasambandi við Írland og klaustrin þar með viðskiptavirki í Kilkenny og hafnarborg hennar, Waterford.  Þetta svæði þekktu Íslendingar mjög vel frá fornu fari.Drupal vefsíða: Emstrur