Skip to Content

Herjólfsnes

Þessa ferðasögu til íslenska Grænlands byggi ég á fornum gögnum sem Árni Magnússon safnaði saman úti í Kaupmannahöfn og Finnur Magnússon notar ásamt fleirum í ritverkinu Grönlands Historiske Mindesmærker sem út kom árið 1838 og útgefið af Det Kongelige Nordiske Oldskrift-Selskab.  Síðan tek ég fyrir upplýsingar um þá sem koma á svæðið eftir 1550.  Ég er með mjög góðar upplýsingar um Inuita í danska Grænlandi og Canada.  Ég er með upplýsingar frá Inuitunum sjálfum um vörður, hús úr torfi og grjóti, bátanaust og grjóthleðslur fyrir þurrkun og fleira. 

Þessi ferðasaga hefst við klausturrústir Helgafellsklausturs en þarna á svæðinu hefst ævintýrið um Grænland með útlagadómi yfir Eiríki rauða.  Það er eins og Herjólfur Bárðarson hafi verið fengin til að fylgja Eiríki rauða úr landi, konu hans og börnum öllum, en Herjólfur kom af ættstórum vinum Ingólfs Arnarsonar landnámsmanns  með aðsetur að Vogum á Reykjanesi.  Þeir fara tvískipa út frá Snæfellsnesjökli sem í raun er fyrsta siglingavarðan á leiðinni vestur og yfir að landi sem Gunnbjörn hafði fundið og kallað Gunnbjarnareyjar/sker.  Það fyrsta sem þeir sjá af landinu er blár fjallgarður sem fær nafnið Bláserkur, en fjarlægðin gerir fjöllin blá.

  Þeir sigla suður með landinu og vestur um nesið sem fær nafnið Herjólfsnes og koma í eina fjörðin þarna suður frá sem er íslaus allt árið.  Fjörðurinn fær nafnið Herjólfsfjörður en bærinn fyrir botni fjarðarins fær nafnið Herjólfsnes.  Þetta svæði verður of þröngt fyrir þá báða svo Eiríkur rauði heldur áfram siglingu vestur um og fyrir fjallið Hvarf sem verður næsta siglingavarðan, vestur með landinu og inn  fjörð sem fær nafnið Eiríksfjörður.  Þessa leið hef ég flogið  í mörg skipti og þekki því vel allar aðstæður sumar, vetur, vor og haust.

  Áður en þeir koma að stórum fjarðarkjafti sem sagan kallar Miðfirði mætir þeim þykk þoka, landföst og Eiríkur ákveðið að halda sig fyrir utan þokuna á siglingastefnu útnorður og heldur henni þar til að hann sér í fjarska hvítan jökul á landi sem fær nafnið Hvítserkur sem verður hin siglingavarðan á milli Hvarfsins á Herjólfsnesi og Hvítserks á Eiríksey en það skírir hann landið sitt. Hann fer á land og verður var við mannavistir sem þarna eru og höfðu verið í um 3900 ár, syðst á þessu landi sem  hann síðar áttar sig á að er eyja.

  Hér byrjar Eiríkur rauði að kanna landið og siglir vestur með landinu inn og út fjarðarkjafta þangað til að hann sér fjall nokkuð sem líktist mjög öðru fjalli uppi á Íslandi, Helgafell, fjallið sem Þórólfur mostraskegg lét jarða sig inn í, en hann hafði dauðatrú á fjallinu.  Hér verður Eiríkur rauði aftur var við mannavistir sem þarna höfðu verið í 3900 ár.  Það verður hérna sem Eiríkur rauði sest að með fjölskyldu sína, búnað og mannskap undir fjallinu Brattahíð og þar hleður hann upp stórri vörðu sem en stendur.  Það verður þarna við vörðuna sem Eiríkur rauði fer með þulu eignarréttarins og helgar landið bæði Óðni og Þór hinum rauðskeggjaða.   Drupal vefsíða: Emstrur