Skip to Content

Helluland

Þegar að Bjarni Herjólfsson kemur heim til föður síns í Herjólfsnes við vetur sjálfan og segir þar raunasögu sína um landið ógnvænlega sem hann síðast sigldi frá í stórviðri ætla ég að Herjólfur hafi orðið uggandi um örlög Eiríks rauða.  Söguþráðurinn tengist nú þannig að Herjólfur ákveður að Bjarni fari vorið eftir að kanna hver örlög Eiríks rauða voru og hafi Bjarni siglt í sama farveg og Eiríkur og þannig kemst skipið í Brattahlíð sem Leifur Eiríksson kaupir af Bjarna.

  Leifur heppni fer nú frá Brattahlíð á skipi Bjarna til að kanna landið vestur frá Króksfirði sem Leifur nú kallar Helluland en það er öll norðurströnd Grænlandshafs/Hudson Bay.  Þeir hafa verið komnir fram hjá eyjunni sem fær nafnið Bjarnarey vegna fjölda ísbjarna sem þarna er og er stofnin í dag talinn 13000 dýr enn á þessum slóðum komust menn ekki frá skipi vegna bjarndýra (hvítabirnir).  Mynd af hafís við Grænland í júlí.  Leifur fær nú á sig stórviðri og þeir ákveðið að lensa vindinn sem tekur þá þvert yfir Grænalndshaf að landi sem Leifur gefur nafnið Markland.  Af fornritunum má ætla að engar sögur séu til frá Hellulandi því Finnur Magnússon og aðrir telja upp 11 sögur, updiktaðar/ skáldsögur.  Það er tilkomið vegna þess að þeir ætla Leif Eiríkssyni það að fara frá danska suður Grænlandi og í vestur.  En þannig liggja málin ekki því Leifur Eiríksson fer frá Eiríksey fyrir minni Eiríksfjarðar og þannig inn á Grænlandshaf/Hudson Bay. 

Sagan af Bárði Snæfellsás fær nú bæði tilgang og merkingu á og við Bjarnarey.  Bárður var sagður risi af manni og enn í dag eru munnmælasagnir á meðal Inuita um Risaland.  Sagan af Gest Bárðarsyni er líka þarna frá Bjarnarey og Hellulandi.  Sagan Þáttur af Jökli Búasyni gerist þarna á Hellulandi austast inn á Fjörðinn öllum lengri.  Hluti sögunnar af Króka-Refi er frá Hellulandi austanverðu. 

Helluland nær frá Króksfirði í austri og vestur um að Churchill Manitoba og eru á svæðinu 7 verstöðvar með húsarústum forfeðranna gerðum úr torfi og grjóti og heimamenn kalla Thule rústir.   Orðið Thule Inuitar er komið frá dönskum mannfræðingum og opinberað árið 1924 og ætla ég þetta mestu mistök mannfræðinnar.  Orðið á upptök sín þar sem í dag er Thule flugvöllurinn í danska Grænlandi eða nyrst á Herjólfsnesi vestanverðu.  Canadískir mann og fornleifafræðingar eru farnir að efast um þessa dönsku kenningu en enginn þorir að stíga fram nú árið 2012.   Drupal vefsíða: Emstrur