Skip to Content

Heiðni

Heiðin trú er heiti yfir marga þætti sem einkenndu siði Íslendinga á upphafsárunum fram til ársins 1000.  Kristin trú er lögleidd á Íslandi en þar með var ekki sagt að Heiðinn átrúnaður væri bannaður.  Það sem lengst hefur varðveitts af þessu forna hugarfari er  í skjaldamerkinu fyrir Lýðveldið Ísland.  Umvafið íslenska skjaldamerkinu eru hinu fornu verndarvættir Íslands.  Griðungur, Bergrisi, Gammur, Dreki.  Í sögum frá gamla Grænlandi eru dreginn upp átökin á milli hins rauðskeggjaða Þórs og hins síðhærða, svartskeggjaða Krists þegar landnemarnir lenda í hremmingum hungurs og dauða.  Í tveimur sögum kemur fram að hinn þjáði hripar niður á vax rúnaristur til að segja frá þjánigum sínum og píning fram að dauða.  Einkennandi fyrir dauðann er sú forna trú manna að ganga aftur eftir dauðann til að ásækja og hrekkja þá sem þeir áttu í útistöðum við í lifanda lífi.  Greftrunarsiðir við dauða gátu í heiðni verið við eld, undir þungu grjótfargi,(haugur/heygja) eða í sjó.  Eiríkur Rauði var heiðinn og hans fyrsta verk úti í Grænlandi var að helga sér land, Eiríksey.  Hann velur sér stað undir fjallinu Brattahlíð, svipað fjall þekkti hann frá Íslandi og Stykkishólmi en þar hafði Þórólfur Mostraskegg sérstakan átrúnað á fjallið Helgafell og er sagt að hann hafi dáið inn í fjallið.  Þar við fjallsrótina er Helgafellsklaustur.  Eiríkur Rauði hefur farið upp á fjallið Brattahlíð, hlaðið þar upp steinvörðu og farið með forna þulu eignarréttarins um að hann helgi landið Óðni, gamli ættfaðirinn og stríðsguðinum Þór, hinum rauðskeggjaða. Þessi forni siður að hlaða upp steinvörðu og brjóta landið undir hin fornu átrúnaðargoð fylgdu landnemunum hvert sem þeir fóru inn í hið forna, gamla Grænland, frá fjöru til fjalla.   Steinvörður eru í fjörunni, á fjallinu og á fjallvegum og vegaleiðum almennt sem verndarvættir Goðanna.Drupal vefsíða: Emstrur