Skip to Content

Haf villur

Landnáma varðveitir siglingaleiðbeiningar frá Noregi til Íslands og áfram til Grænlands.  " Svo segja vitrir menn at or Noregi frá Staði sé VII dægra siglíng í vestur til Horns á austanverðu Íslandi.  En frá Snæfellsnesi, þar sem skemst er,  er til Grænlands IV dægra haf í vestr at sigla.  En svá er sagt, ef siglt er or Björgyn til Hvarfsins á Grænlandi, at þá muni siglt vera tylft fyri sunnan Ísland.  Frá Reykjanesi á sunnaverðu Íslandi er V dægra haf til Jölduhlaups á Írlandi í suðr, en frá Lánganesi á norðanverðu Íslandi IV norðr til Svalbarða í Hafsbot."  Siglingamenn til forna hafa því talið sig áfram í dægrum sem að við í nútíma köllum sólahring. 

Samkvæmt þessu þarf sólin að vera sjö sinnum í hádegi á leiðinni frá Noregi til austurstrandar Íslands.  Sól er rísandi fram að hádegi og þá er hún í suðri og það er hér sem siglingamenn til forna meta áttir, stilla af siglingastefnu í sóleyktarvestur.  Sólarhæðina gátu þeir mælt á mastrinu með því að standa í stafni.  Siglingamenn til forna voru næmir á umhverfi sitt, sáu bæði á lit og fundu á lykt er þeir komu upp á landgrunnið og fóru þá að líta eftir fugli og hval.  Það var löng leið á milli Noregs og Íslands og dæmi eru um að þeir hafi haft hrafna í búrum og sleppt.  Þeir sem flugu upp og aftur fyrir skut fóru til baka að landi, þeir sem flugu upp og tóku hringi yfir skipinu vissu ekku hvort þeir áttu að fara aftur eða fram og lentu á skipinu, þeir sem flugu upp og áfram í vestur sáu land í sóleyktarvestri og þangað var stefnan tekin. 

Þegar að Gunnbjörn fór frá Noregi til Íslands hefur hann snemma fengið stefnuskekkju sem jókst svo frá dægri til dægurs að hann sigldi austur fyrir Ísland og í útnorður þar sem eru hafstillur og þokur.  Þar finnur hann nokkrar eyjar sem hann segir frá er hann snýr við frá landinu í stefnu sólarupprás og finnur Ísland við Vestfirði.  Þannig fáum við í söguna siglingastefnuna til lands í vestri, Gunnbjarnareyjar eða sker.  Skyggni hefur verið mjög slæmt hjá Gunnbirni, lágskýjað og þokuslæðingur fyrst hann ekki sá jökulinn mikla.  Hin forna Hauksbók varðveitir siglingastefnuna frá Noregi til suðurodda Grænlands svona.

  "  Af Hernum af Noregi skal sigla jamnan í vestur til Hvarfs á Grænlandi; og er þá siglt fyri norðan Hjaltland, svá at því at eins sé þat at allgóð sé sjóvar sýn; en fyri sunnan Færeyjar, svá at sjór er í miðjum hlíðum; en svo fyrir sunnan Ísland, að þeir hafi af fugl og hval".  Siglingatíminn er sá sami og í Landnámu. 

Landnáma varðveitir fyrstu heimildina um hafvillu á siglingaleiðinni frá Írlandi til Íslands en siglingastefnan frá Reykjanesi til Írlands var III dægra haf í suður og siglingastefnan til baka því III dægra haf í norður.  Sagan kemur frá stórbýlinu og landnámsjörðinni Reykhólar við Breiðarfjörð,  það er Ari fróði sem skráir söguna og segir hana komna frá, Þorfinni jarl í Orkneyjum, um að Ari Marson hafi verið hafvilla og endað vestur í Hvítramanna landi sem er," VI dægra sigling í vestur frá Írlandi."  Þetta land kölluðu þeir einnig, "Írland hið mikla,"  þetta hljómar frekar ótrúlegt en ef Ari Marson var á vel búnu langskipi þá er þetta fræðilega hægt ef siglingahraðinn er 25 hnútar eða meir.   Þetta á að hafa gerst  fyrir árið 985 og á undan hafvillu Gunnbjarnar.Drupal vefsíða: Emstrur