Skip to Content

Eystribyggð

Skipting Grænlands í Vestribyggð og Eystribyggð kemur fyrir í upphafi landnámsins og er á íslensku nokkuð augljós í sóleyktarkerfi er menn voru að meta áttir.  Í þessu ljósi er staðsetning Eystribyggðar í danska Grænlandi mjög sérkennileg því sú byggðin er í suður frá Vestribyggð í sóleyktarkerfi og er ekki á austruströndinni, næst Íslandi. 

Í sögunni af Auðunni vestfirska er að finna aðra skiptingu sem einnig er all sérstök því þar kemur fram að þeir fara annað sumar til Grænlands og koma í Eiríksfjörð, " ok vistuðust þar allir hinir fémeiri menn,(í Eystribyggð) , en hinir fóru í Vestribyggð og svo gjörði Auðunn, ok tók þar vist." 

Í ritverkinu Grönlands Historiske Mindesmærker er bókuð athugasemd við þessa vistun og finnst þeim  undarlegt að hinir ríku skuli vera í Eystribyggð en þeir efnaminni í Vestribyggð en þarna á milli eru um 530 km í danska Grænlandi. 

Þetta þýðir að skip þarf að fara með alla sína yfirmenn og sigla í útnorður til að komast til Vestribyggðar en sigla síðan til baka í landsuður til Eystribyggðar.  Íslenskt mál býður ekki upp á hugsanavillu sem þessa í siglingafræðum fortíðar.  Í sögu Eiríks rauða verður Eystribyggð kjarninn í sögu Grænlands en Vestribyggð ónumið land og óbyggðir, í því ljósi eru atburðir sem verða á þriðja sumri landnámsins stórfurðulegir, er Eiríkur fer í leiðangur frá Eystribyggð allt norður til Snjófells og inn í Hrafnsfjörð og telur sig þá vera kominn fyrir botn Eiríksfjarðar.  Hverfur hann þá aftur og var hinn þriðja vetur í Eiríksey fyrir minni Eiríksfjarðar.  Sumarið áður hafði Eiríkur farið til Vestribyggðar (ónumið land) og var þar lengi.  Hann gaf þar víða örnefni.  Það verður síðan leiðangur Bjarna Herjólfssonar til föður síns í Eystribyggð sem truflar alla atburðarásina í söguþræðinum.   Nú líða 171 ár frá því Danir koma til Íslands frá 1550 og þangað til Hans Egede prestur kemur til Grænlands í Vestribyggð með trúboð sitt og vísir að viðskiptum við innfædda á svæðinu árið 1721.  Hér vekur það furðu að hann skuli ekki fylgja fordæmi Íslendinga og vera með bækistöð í Eystribyggð.  Í millitíðinni verða um 15 leiðangrar inn á svæðið sem flestir misfórust eða hætt var við.    Drupal vefsíða: Emstrur