Skip to Content

Eiríksstefna 986

Grænland í Miðaldaritum frá árinu 1978 er ritverk eftir Ólaf Halldórsson sem ásamt Grönlands Historiske Mindesmærker er nánast tæmandi upplýsingar um málefni Grænlands, uppistaða verksins er Grænlands Annál sem hefst svo: 

" Hér hefur Grænlan(ds ann)ál.  Er fyrst saga eður (his)toría Þorfinns karlsefn(is) Þórðarsonar."  Þar er rakinn atburðarásin að ferð Eiríks  rauða til Grænlands út frá Breiðafirði sem ákveður að sigla í vestur til að kanna land sem Gunnbjörn sonur Úlfs kráku kom að í hafvillu er hann rak vestur um haf.  Með Eiríki rauða fer út í þennan leiðangur Herjólfur Bárðarson yngri sem bjó með föður sínum Bárði Herjólfssyni, syni Herjólfs Bárðarsonar,(eldri) sem fékk bústað frá Ingólfi Arnarsyni landnámsmanni að Vogum á Reykjanesi.  Herjólfur yngri er kynntur í sögunni sem hinn göfgasti maður á meðan Eiríkur rauði er kynntur til sögunnar sem útlagi.  Þeir verða saman í 4 ár í þessum landkönnunarleiðangri er Eiríkur áðkveður að snúa til Íslands og segja frá landafundum en Herjólfur verður eftir úti í landinu sem þeir kalla Grænland og sest að í landnámi sínu sem hann kallar Herjólfsnes í Herjólfsfirði.

  Samkvæmt þessu voru þeir Herjólfur og Eiríkur tvískipa í fyrsta leiðangrinum.  Nú verða til tvær útgáfur um skipafjöldan  sem fer með Eiríki rauða út í landnámið á einum stað á þriðja tug skipa en á öðrum stað á fjórða tug skipa, sum komust út, sum sneru aftur en sum fórust.  Hvort sem skipin eru 25 eða 35 þá er þetta mikil fjöldi skipa sem koma úr Faxaflóa og Breiðafirði og sigla með Eiríki rauða út, Eiríksstefnu til Grænlands.  " Sigldi Eiríkur á haf undan Snæfellsjökli og kom utan að jökli þeim, er heitir Bláserkur / svo heitir hann.  En Hvít(serk kalla menn fuglabjarg í landnorðurhafi, sem flesta nú um(tíma villir, og villt hefur, sem nóg eru dæmi til og þeirra kort (sýnir).  Fór hann þaðan suður, ef þar væri byggjanda ( í Hauksbók standa með þessi orð):  hann sigldi vestur um Hvarf."  Hér ætla ég að Hvarf sé fjallið Arsuk á samnefndri eyju sem hæst stendur þarna suðurfrá.  En Hauksbók segir að hann sigli vestur um Hvarf og samkvæmt þessu siglir Eiríkur rauði og flotinn allur áfram vestur um með Hvarf í skut sem stefnuvörðu á sama hátt og Snæfellsjökull á Íslandi í Eiríksstefnu vestur að Bláserk.

  Síðan segir að," Eiríkur rauði nam Eiríksf(jörð) og bjó í Brattahlíð, en Leifur sonur hans eftir hann.  Þessir menn námu þá land á Grænlandi og fóru út með Eiríki :  Ketill nam Ketilsfjörð, Hrafn nam Hrafnsf(jörð), Sölvi Sölvadal,  Snorri Þorbrandsson Álftaf(jörð), Þorbjörn glóra Sigluf(jörð), Einar Einarsfjörð, Hafgrímur Hafgrímsfjörð og Vatnahverfi,  Arnlaugur Arnlaugsf(jörð).  En sumir fóru til Vestribyggðar.  Að Eiríki meðtöldum verða þetta í allt 9 landnámsmenn.  Herjólfur Bárðarson er hér ekki nefndur á nafn í þessari upptalningu fyrir Eiríksey í Eystribyggð.  Síðan kemur fram að Þórkell farserkur  systrungur Eiríks rauða, hann fór til Grænlands með Eiríki rauða og nam Hvalseyjarf(jörð), hann liggur á milli Eiríksfjarðar og Einarsfjarðar, og bjó í Hvalseyjarf(irði).  Síðasta heimildin um þennan stað er varðveitt í bréfi frá 1410 um erfðarétt með hjónabandi.

  Það næsta sem gerist í  þessari atburðarás í Grænlandi er ferðalag Bjarna Herjólfssonar, sonur Herjólfs yngra, frá Knarrarósi við Suðurströnd Íslands og yfir til pabba Herjólfs í Herjólfsnesi.   Bjarni Herjólfsson lendir í hafvillum við Grænland og finnur ókunnug lönd en kemst þó heim í Herjólfsnes við vetur sjálfan.  Með Bjarna í þessum leiðangri var Snorri Þorbrandsson sem verður pilot á skipi í Vinlandsferðunum fjórum, sú fyrsta með Leif heppna.  Skipin voru 3 og árið er ca 991. 

Nú kynnir sagan 3 siglingafræðinga í landakönnun í vesturheimi, með Karlsefni, hans pilot Snorri Þorbrandsson, með Bjarna Grímólfssyni úr Breiðafirði, hans pilot Þórhallur Gamlason og með Þorvarði mágur Eiríks rauða, hans pilot Þorvaldur Eiríksson sem ég ætla að sé sonur Eiríks rauða.  Leifur Eiríksson er ekki nefndur á nafn.  Það voru þrjú skip á ferðinni til Grænlands sumarið 985.

Skip Eiríks rauða, Þorvarður og hans pilot Þorvaldur Eiríksson.  Leifur Eiríksson þar farþegi.

Skip Herjólfs Bárðarsonar,  Bjarni Grímólfsson og hans pilot Þórhallur Gamlason.

Skip Bjarna Herjólfssonar,  Snorri Þorbrandsson skipstjóri/pilot.  Þetta skip er komið í Brattahlíð á Eiríksey sumarið 986 og er sagt að Leifur Eiríksson kaupi af honum skipið.  Samkvæmt þessu fara þeir saman Leifur heppni og Bjarni Herjólfsson inn á Grænlandshaf og finna Helluland, Markland og Vinland.  Skipstjóri er Snorri Þórbrandsson.

 Grænlandsannáll segir frá komu Þorfinns karlsefnis til Grænlands á þennan veg.  Eitt sumar býr Karlsefni skip sitt og ætlar til Grænlands.  Snorri Þórbrandsson réðst með honum úr Álftafirði (á Skógarströnd) og voru xl menn á skipi. 

Maður hét Bjarni Grímólfsson, breiðfirskur að ætt; annar hét Þórhallur Gamlason, austfirzkur maður.  Þeir bjuggu hið sama sumar skip sitt og ætla til Grænlands.  Þeir voru xI manna á skipi.  Láta þeir Karlsefni í haf á þessum tveimur skipum þegar þeir voru búnir.  Þetta skip Bjarna Grímólfssonar ferst síðan í maðkasjó við Írland.

Eins og áður segir var Snorri Þorbrandsson með Bjarna Herjólfssyni í ferðinni til Grænlands sumarið 985 en Þórhallur Gamlason var á skipi með Herjólfi Bárðarsyni sama sumar.  Samkvæmt þessu voru þessi tvö skip í ferðum á milli Íslands og Eiríksey í íslenska Grænlandi á hverju sumri eftir sumarið 987. Drupal vefsíða: Emstrur