Skip to Content

Eiríksey

Allar fornar útgáfur af ferðasögu Eiríks rauða eru sammála um þessa ferðalýsingu.  " Hann var hinn fyrsta vetur í Eiríksey, nær miðri hinni eystri byggð.  Um vorið eftir fór hann í Eiríksfjörð og tók sér þar bústað.  Hann fór það sumar í Vestribyggð,(ónumið land) og var þar lengi.  Hann gaf þar víða örnefni.  Hann var annan vetur í Eiríkshólmum fyrir Hvarfsgnúpi,(í Hauksbók; Hvarfsgnípu).  Hið þriðja sumar fór hann allt norður til Snjófells og inn í Hrafnsfjörð; þar hafa sumar bækur Hafursfjörð.  Þá kvaðst hann kominn fyrir botn Eiríksfjarðar."  Það er hér sem einhver skrifar inn á hið forna handrit,(þetta er helst vandskilið)."  Hverfur hann þá aftur og var hinn þriðja vetur í Eiríksey fyrir minni Eiríksfjarðar".

  Þegar að þú lest þessar línur eru í bakgrunni mynd með hluta Vestribyggðar til vinstri, Eiríksey er ofarlega fyrir miðri mynd í miðjum Eiríksfirði en Herjólfsnes er lengst til hægri í danska Grænlandi.  Þú ert að horfa á Eiríksfjörð.  Það er þriðja sumarið sem Eiríkur fer norður frá Brattahlíð, sem er á nesi vestast á Eiríksey og heitir í dag Cape Dorset, og upp með landi sem sagan kallar Melrakkaslétta, þeir fara áfram og upp þangað til komið er að þröngu sundi, þetta er Króksfjörður og nesið vinstrameginn við fjörðin er Króksfjarðarnes.  Þeir sigla og róa í gegn um Króksfjörð og þá opnast fyrir þeim nýr fjörður og ætla ég þeim að róa út fjörðinn því þeim þótti hann mjög langur og kalla hann, Fjörðinn öllum lengri.

  Þegar að þeir koma út úr firðinum blasir við framundan stórt snævi þakið fjall sem þeir gefa nafnið Snjófell, þeir telja sig vera komna fyrir botn Eiríksfjarðar.  Hér við Snjófell ætla ég Krosseyjar vera því hér er með öllu ómögulegt að meta áttir út frá sól á hásumri því hún er á himni hátt nótt sem nýtan dag. Ferðin heldur áfram fyrir norðurenda eyjarinnar og inn á Hrafnsfjörð og það verður nú sem Eiríkur rauði sér hlunnindi Grænlands í fuglabjörgum, ísbirni, rostunga, náhval og hvalategund sem síðar fær nafnið Grænlandshvalur.

  Hér er eyja og þar finna þeir mannavistir og átta sig á því að þeir voru ekki einir á ferð.  Þessa verstöð kalla þeir Norðursetur.  Hér gerist sagan af Líka loðinn, þar er þetta skrifað í Tosta-þætti," Norðurhafsbotna ís hafa flest skip forgengið allíð forðum.  Hann kannaði opt á sumrum norður-óbyggðir, og flutti lík manna til kirkju, er hann fann í hell og skútum, en hjá þeim láu jafnan ristnar rúnir, um alla atburði þeirra ófara ok kvalnínga." Þeir halda áfram meðfram strönd eyjarinnar í suður. 

Hér gerist Sagan af Einari Sokkasyni rétt norður af Hvítserk. Mitt á milli tveggja jökla verður sjóslys sem sagt er frá í Flóamannasögu og er að efni eitthvað á þessa leið.   Hér strandar skip undir Grænlandsjöklum í vík nokkuri, við sandmöl, tók skipið í sundur hið efra, stafn rak upp við hið syðra land, þá var vika til vetrar.  Jöklar miklir gengu tveim meginn víkurinnar.  Um Jól kemur upp sótt og menn ærast og drepast, eru kasaðir í mölinni.  Allir þessir menn gengu aftur.  Öll voru þau dauð við miðja Góu.  Þeir sem eftir lifðu létu brenna lík á báli, þá hættu afturgöngur.  Þeir sem eftir lifðu héldu í suður en hafís tafði för þeirra.  Það eru til 14 handritabrot af Flóamannasögu og er ein útgáfan af niðurlagi 23 kafla, þessi.  " Þeir Þorgils sóttu fast at veiðifángi, ok gjörðu sér einn húðkeip ok bjugggu innan með viðum."  Í handriti merkt K. er athyglisvert frávik í sama niðurlagi sama kafla.  " líður nú á sumarit, ok sjá menn ekki um vistafaung brýnligt: þeir bjuggu um húskapinn og byrgðu, ok lifðu nú við reka ok smádýri íkorna;"  Þetta er mjög merkilegt þar sem enginn smádýr íkorna eða önnur nagdýr eru á austurströnd danska Grænlands.  En það eru svona smádýr á Eiríksey sem bæði refir og uglur lifa á en þar heitir það læmingi og eru úti um allt á Eiríksey í minni Eiríksfjarðar sem í dag heitir Baffin Island.

  Sagan segir síðan frá raunum manna við að komast til byggða og yfir í Brattahlíð til Eiríks rauða og er sagt frá því að Eiríkur rauði sendir Þorgils til Vestribyggðar til að innheimta bjarndýraskatt en Eiríkur rauði hafði sérstakan átrúnað á bjarndýr.  Fyrsta sumar Eiríks rauða fer hann að Hvarfsgnúp þangað sem þeir komu fyrst að landi með Hvítserk þar fyrir ofan og þar sem þeir urðu varir mannavista.  Þetta er syðst og austast á Eiríksey. 

Hann fer einnig yfir í Vestribyggð þar sem eyjan Drangey er með allar fjörur fullar af rostungum, þetta er í Breiðafirði.  Önnur saga er áberandi þarna í Eiríksey en það er Fóstbræðrasaga.  Hún gerist í Einarsfirði sem í dag heitir Frobiser Bay.  Þar í fjarðarbotninum var biskupssetrið Garðar sem þar eru friðaðar í sérstökum þjóðgarði Inuita.  Annar þjóðgarður með fornar húsarústir Eiríks rauða og afkomanda hans er við Hvarfsgnúp undir Hvítserk, allt friðað. 

Í Einarsfirði er lítil eyja, gulleyjan og frá henni var flutt út gull til Noregs, Írlands, Englands, Normandy og Baskalands.  Það var ekki fyrr en eftir 1550 sem menn áttuðu sig á innihaldi þessa gulls en það er einmitt gullið sem dregur til sín Bristol Englendinga sem þóttust vera að leyta að Norð-vestur Siglingaleiðinni til Kína.  Þá verða  íbúar gamla Grænlands mjög hræddir þegar þeir ensku mæta þarna yfir í hundraða tali,  koma þrjú ár í röð og taka með sér 300 tonn af gulli annað árið, en 1200 tonn það þriðja.  

Þarna voru börn, blóðbræður og frændur okkar frá Íslandi á lífi í kringum árið 1570, þau gufuðu aldri upp eða týndust.  Bara forðuðu sér í burtu frá gullgráðugum Englendingum sem árin áður höfðu tekið Grænlandsskipin herfangi, sum smíðuð í Normandy en önnur í Baskalandi.

  Svona kynnir aldraður íbúi staðinn sinn, Cape Dorset á Eiríksey,:"  " Since long ago", Cape Dorset elder Qupapik Ragee once said of his community, " our ancestors called it Kinngait."  Kinngait is the Inuktitut word for, "mountains," describing the steep, rokky hills that overlook the town.  The Inuit here are direct descendants of the Thule, who inhabited this region in small groups almost 1000 years ago."  Orðið Kinngait er að lýsa því sama og orðið, Brattahlíð.  Þessi tilvitnuðu orð koma úr kynningarriti frá Nunavut, " the Nunavut Handbook", 2011.Drupal vefsíða: Emstrur