Skip to Content

Dagurinn/ The day.

Under construction to English.

 

Til forna var deginum skipt upp á annan hátt en nú þekkist. Þeir sem vöknuðu snemma gerðu það við miðmorgun, fyrir sólarupprás, síðan fór að birta af degi og þá var, miðmorgun; þegar sól var hæst á lofti þá var hádagur. Nú lækkar sól á lofti og þá er nón fram að sólsetri, en þá verður miðaftan og síðan áttu allir að vera sofnaðir við nótt.  Í Heiðni eru Jól forn áramót  um miðjan vetur með sól lægst á lofti.  Nú hækkar sól á lofti og menn búa sig undir vetrarvertíð, þá gengur þorskur nánast upp í fjöru og hrygnir.   Aldur manna og dýra var til forna talinn í vetrum.  Vikurnar liðu eftir gangi tunglsins.  Frá Jólum biðu menn nú spenntir eftir Þorranum við miðjan vetur. Nýtt tungl hét  þorratungl eða fullt tungl.  Allir stærri bændur voru með skip í nausti og á vetrarvertíð hefst, sjálf lífsbjörgin.  Næst kemur Góa og Einmánuður byrjar, þá er nýtt tungl,(páskatungl).  Nú hefst vorjafndægur og allir bíða spenntir eftir nýju tungli. Síðasti vetrardagur endar og við tekur Sumardagurinn fyrsti og Harpa byrjar.  Næst búa menn sig undir vorvertíð og þá rennur upp Vinnuhjúaskildagi þegar vinnuhjú geta skipt um vist á aðra bóndabæi.  Nú byrjar Skerpla með nýju tungli, Imbrudagar og Fardagar við 7 viku sumars.  Við fáum Sjómannadaginn og Fullt tungl í 8 viku sumars.  Þeir sem voru fornkristnir héldu upp á Kólúmbamessu að Írskum sið.  Nú byrjar Sólmánuður, Nýtt tungl og Vorvertíð endar.  Hundadagar hefjast í 13 vikur sumars.  Nú verður Nýtt tungl og Aukanætur byrja. Þar næst kemur Miðsumar og Heyannir byrja í júlílok að okkar tímatali.  Nú er Miðsumar í ágúst og sól að lækka á lofti, Hundadagar enda, það kemur Höfuðdagur og Tvímánuður byrjar.  Réttir byrja í 21 vikur sumars.  September líður og Haustmánuður byrjar og nú hefst Haustvertíð.  Nú líður október og við sjáum Nýtt tungl, vetrartungl.  Nú hefst Gormánuður með Fyrsta Vetrardegi.  Það var um þetta leyti sem Bjarni Herjólfsson rétt rataði í föðurhús á Herjólfsnesi við vetur sjálfan.  Hér endar Gormánuður og við tekur Ýlir í nóvember, Fullt tungl.  Ýlir er eins og nafnið gefur til kynna kuldabolatími að vetri.  Nú verða Vetrarsólstöður og Haustvertíðarlok í síðustu viku ársins.  Allir hlakka nú til að geta kveikt á kerti og horft á ljósið í myrkinu á Jóladag og Jólanótt.  Hér verða forn áramót og Mörsugur byrjar, það verður Gamlársdagur, Gamlárskvöld og Nýársnótt.  Drupal vefsíða: Emstrur