Skip to Content

Basqar

Þáttur Basqa í málefnum gamla Grænlands er mjög dularfullt mál.  Land Basqa er Navarra í norður hluta Spánar á landamærum Frakklands og Spánar.  Þetta svæði var helsta vörn kristninnar í átökum og bardögum við ríki Mára og sóknina, " Reconquista", við að reka Mára frá Spáni.  Aragon og Katalónia eru  hin tvö ríki Spánar sem buðu Templarariddurum skjól og vernd gegn Páfanum og Filipusi fríða gegn því að þeir berðust við Mára í nafni kristninnar. 

  Stór hópur Normandy Riddara flýði til Portugal inn í eignir reglunnar í Tomar og með blessun Denis konungs Portugal stofna regluna, Order of Christ árið 1318.  Það verður hingað sem siglinga og verslunarsaga gamla Grænlands tegir sig frá landi Eiríks Rauða og yfir til Íslands, yfir til Írlands, yfir til Bristol í Englandi  og áfram og yfir til Normandy og La Rochelle og þaðan og yfir til Spánar og Portugal.

  Það eru fornar heimildir fyrir því að 20 skip Basqa hafi verið inni á Grundarfirði við Breiðarfjörð árið 1412 og það verður upp frá þessu að raunir Grænlendinga hefjast í samskiptum við Englendinga sem hertaka þessi skip.  Það verður til þess að biskup Grænlands fer til Noregs til að fá kóng og kirkju til að frelsa Grænlendingana og skip þeirra frá Englendingum í endalausum átökum á milli Englands, Frakklands, Hollands og Spánar og svo er að sjá að skip Grænlendinga sem að öllum líkindum voru smíðuð í Navarra, þvælist inn í þessi átök sem kaupmenn, útgerðarmenn og hvalfangarar.

   Það eru til fornar heimildir fyrir mállýskunni sem Grænlendingar, Íslendingar, Normanndy Frakkar og Basqar töluðu þarna árið 1412 við Breiðarfjörð þar sem var að finna forna blóðbræður Göngu Hrólfs og manna hans.  Borgirnar í Basqalandi, Bayonne, San Sebastian, Bilbao og Vitoria voru fræg fjármagnssetur og þar bjuggu ríkar verslunarfjölskydlur í járnvörum, þarna voru þekktar skipasmíðastöðvar.  Hingað ætla ég að Grænlensku skipin hafi farið lengst með vörur sínar, selatjöru,lýsi, grávöru, tennur hvala, silfur, gull og fágætir steinar.  Til verður sagan um gulleyjuna í vestri, landi Eiríks Rauða.Drupal vefsíða: Emstrur