Skip to Content

Saga Grænlands á íslenskum forsendum

Varðan við Qaqortoq/ Julianeháb.  Grænland byggðist frá Íslandi segir í fornum heimildum.  Þetta mun vera fyrsta og eina nýlenda Íslands í Vesturheimi.  Kynni mín af Grænlandi hófust í Verslunarskóla Íslands.  Ég valdi þetta dularfulla land til að skrifa um það ritgerð: Verslunarsaga Grænlands.  Hér vaknaði með mér sú hvöt að finna út hvað hefði orðið um Íslendingana sem byggðu þetta land en þeir gufuðu upp og hurfu af yfirborði jarðar.  Heimildir mínar sótti ég í bókaskáp foreldra minna, Íslendingasögur.  Þar er sagt frá upphafinu en engar vísbendingar um endalokin.  Aðrar heimildir sótti ég í danskar sem þeir dönsku sóttu til Íslands.  Ekki grunaði mig þá að ég ætti eftir að fara til Grænlands undir stjórn þeirra dönsku með Íslendingasögurnar upp á arminn til að uppgötva að þessi danska söguskoðun einfaldlega gekk ekki upp.  Þá hófst ég handa um að rannsaka sögu Grænlands á íslenskum forsendum og á íslensku.  Þetta er ferðasaga mín til að finna aftur Grænland hið forna, nýlendu Eiríks rauða í Vesturheimi en ég heiti Guðbrandur Jónsson og er flugmaður á þyrlur og flugvélar og skipstjóri á minni skip.  Mynd, The Captain.  Gudbrandur Jónsson.

Land hinna reynslulitlu - land frumbyggja

Nafnið Grænland er komið frá Eiríki rauða því hann vildi að landið héti aðlaðandi nafni til að fá þangað landnema.  Margir sem koma til landsins verða hálf hissa á nafninu þar sem allt er hvítt og grátt  9 mánuði ársins.  Ég tel að nafnið sé tákn fyrir reynslulitla frumbyggja og nýgræðinga því íslenskt mál talar jafnan um reynslulitla sem græna og landið því Grænland, land hinna reynslulitlu eða land frumbyggjanna.

Vörður á vesturströndinni

Það fyrsta sem vakti athygli mína í flugferðum mínum yfir landið var mikli fjöldi af vörðum eftir endilangri vesturströndinni, það varð til þess að ég hóf könnun á þessu fyrirbrigði og fékk afa grænlensku dóttur minnar til að hringja í gamla vini sína og kanna hvort þetta væri verk Inuita eða annara.  Svona vörður þekkti ég frá Íslandi.  Allir þeir sem talað var við töldu vörðurnar hlaðnar af Íslendingum, það væri ekki venja Inuita að hlaða vörður.  Þetta var upphafið að því að ég hóf að þræða mig áfram í vesturátt á forsendum þessara gömlu upphlöðnu vörðusteina með ævintýralegum árangri.


Það hefur tekið mig þrjú ár að sannfærast um mistökin sem gerð voru á sinni tíð af starfsmönnum dönsku Krónunnar um Grænland og legu þess skv. ritverkinu Grönlands Historiske Mindesmærker.  Þetta hefðu íslensku fræðimennirnir átt að hafa séð við útgáfu þriðja bindisins árið 1845, en engar athugasemdir voru gerðar þá.  Enginn hefur komið til varnar málstað Íslands um að vernda sögu þessarar gömlu nýlendu og þær mannraunir sem innflytjendurnir máttu þola í gamla Grænlandi fyrr en nú í þessum skrifum.  Velkominn til gamla Grænlands, nýlendu Íslands í Vesturheimi.  Velkominn til Hellulands, velkominn til Marklands, velkominn til Vinlands.  Mynd, Brattahlíðarvarðan á Eiríksey.Drupal vefsíða: Emstrur